Gjaldskrá

Gjaldskrá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar ehf.

1. KAFLI - ALMENNT

1.1. Gjaldskrá þessi gildir fyrir Lögmannsstofu Ólaf Björnssonar ehf. kt. 670705-1100.

1.2. Lögmenn, löglærðir fulltrúar og aðrir starfsmenn Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar áskilja sér hæfilega þóknun fyrir störf sín, með hliðsjón af þeim hagsmunum, sem um er fjallað og því verki, sem í té er látið. Nær þetta jafnframt til hlutdeildar í fjárhæð málsins og með hliðsjón af niðurstöðu máls, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Loforð um ósanngjarnt endurgjald fyrir starf lögmanns bindur ekki umbjóðanda hans.

Gjaldskrá þessi hefur að geyma almennar viðmiðunarreglur um gjaldtöku fyrir veitta lögfræðiþjónustu, innheimtuþjónustu, fasteignasöluþjónustu eða aðra þjónustu Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar sé ekki um annað samið.

Auk þóknunar ber viðskiptamaður ábyrgð á útlögðum kostnaði vegna einstakra mála. Gjaldskráin á að leiða til sanngjarnrar gjaldtöku fyrir vinnu lögmanna, fulltrúa lögmanna og annarra starfsmanna Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar.

Samkvæmt siðareglum Lögmannafélags Íslands ber lögmanni að gera viðskiptavinum sínum eftir föngum grein fyrir áætluðum málskostnaði, það er þóknun og útlögðum kostnaði. Megi ætla að kostnaðurinn verði hár í hlutfalli við þá hagsmuni sem eru í húfi, skal vekja á því sérstaka athygli.

Lögmenn, löglærðir fulltrúar og aðrir starfsmenn Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar ehf. halda sérstaka skrá yfir vinnustundir við einstök mál, þar sem þóknun ákvarðast ekki eingöngu af hagsmunum.

Viðskiptamanni ber að kynna sér gjaldskrá þessa og er hann ábyrgur fyrir greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar, hvort sem hún fæst greidd úr hendi gagnaðila eður ei.

1.3. Við ákvörðun þóknunar skal almennt miða við unninn tíma í þágu verks, enda sé ekki annað tekið fram í gjaldská þessari. Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar er heimilt að áskilja sér hluta af fjárhæð máls og hærri þóknun með hliðsjón af þeim hagsmunum, sem um er fjallað og því verki sem látið er í té, svo sem ef verkefni reynast óvenju tímafrek. 

Hvar sem þóknun í gjaldskrá þessari er ákveðin að krónutölu en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, skal líta á fjárhæð þóknunarinnar sem grunngjald, er breytist í samræmi við breytingar á vísitölu og launaþróun.

1.4.  Ávallt er heimilt að víkja til hliðar sérákvæðum gjaldskrár um hagsmuna- og hluthlutfallstengda þóknun og ákvarða tímagjald þess í stað, sbr. 18. gr.

Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi, getur viðskiptavinur óskað eftir útskrift úr tímaskrá lögmanns

1.5. Allar þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem er 24%.

1.6. Ef lögmann greinir á við umbjóðanda sinn um rétt til endurgjalds fyrir störf sín eða fjárhæð þess getur annar þeirra eða þeir báðir lagt málið fyrir úrskurðarnefnd lögmanna, sbr. 26. gr. laga nr. 77/1998.

2. KAFLI - MÁLFLUTNINGUR

2.1. Ákvæði þessa kafla taka til málflutnings fyrir dómi og eftir því sem við á fyrir stjórnvaldi, gerðardómi og nefndum.

Þóknun vegna málflutnings skal almennt ákvörðuð með tilliti til þeirra hagsmuna, sem um er fjallað. Málflutningsþóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta við dómtöku máls. Málflutningsþóknun samkvæmt þessari grein getur þó aldrei orðið lægri en sem nemur tímagjaldi samkvæmt tímaskráningu, sbr. 18. kafla.

Málskostnaður sem dæmdur er í máli, fellur til málsaðila og hefur ákvörðun dómsins um fjárhæð málskostnaðar ekki áhrif á útreikning málflutningsþóknunar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslu málflutningsþóknunar lögmanns síns.

2.2. Þegar mál er flutt munnlega eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu, er þóknun kr. 150.000,- að viðbættum: 15 % af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 4.300.000,-, 7 % af næstu kr. 8.600.000,- og 4 % af því sem umfram er.

2.3. Í málum sem rekin eru skv. XVII. kafla laga um meðferð einkamála og almennum skuldamálum, sem eigi fer fram gagnaöflun í eftir þingfestingu eða dómtekin eru á þingfestingardegi, skal grunngjald málflutningsþóknunar vera kr. 30.000.- að viðbættum 25% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 50.000,-, 10% af næstu kr. 2.500.000,- og 5% af næstu kr. 5.000.000,- og 3% af því sem umfram er.

2.4. Í málum sem verða sætt eftir þingfestingu en fyrir aðalmeðferð og í málum sem í verður útivist af hálfu stefnda síðar en við þingfestingu skal grunngjald vera kr. 150.000,- að viðbættum 12,5% af stefnufjárhæð og vöxtum allt að kr. 4.300.000,-, 6% af næstu kr. 8.600.000,- og 3% af því sem eftir er.

2.5. Í málum þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár og þar sem um lágar fjárhæðir er að ræða en úrslit máls hafa þýðingu fyrir ótiltekinn fjölda aðila, er þóknun að jafnaði miðast við tímagjald eftir umfangi máls nema sérstaklega standi á.

Lögmanni er heimilt við ákvörðun þóknunar að taka tillit til þess þegar hagsmunir viðskiptamanns af málsúrslitum eru meiri en kröfufjárhæð.

2.6. Lögmaður á rétt á sérstakri þóknun fyrir flutning um formhlið máls, dómkvaðningu matsmanna, meðferð matsmáls og vegna höfðunar og reksturs vitnamáls, allt eftir umfangi verks og vinnuframlagi.

2.7. Auk þókunar, samkvæmt ákvæðum í 2. kafla í gjaldskrá þessari, kemur til viðbótar þóknun fyrir mót samkvæmt 4. kafla.

3. KAFLI – INNHEIMTUR

3.1. Innheimtuþóknun samkvæmt neðangreindu skal reikna af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta. Skuldari kröfu stendur skil á innheimtuþóknun en skuldareigandi að því leyti, sem innheimtan reynist árangurslaus. Innborgun á kröfu gengur fyrst til greiðslu útlagðs kostnaðar og innheimtuþóknunar. Uppgjör til skuldareiganda skal að jafnaði vera 15. dagur hvers mánaðar vegna þeirra greiðslna sem inntar eru af hendi í mánuðinum á undan.

Grunngjald innheimtuþóknunnar er kr. 8.000,-

Við grunngjaldið bætist, af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta:

  25% af fyrstu kr. 90.000,- innheimtufjárhæðar

  15% af næstu kr. 180.000,- innheimtufjárhæðar

  10% af næstu kr. 550.000,- innheimtufjárhæðar

  5% af næstu kr. 5.260.000,- innheimtufjárhæðar

  3% af því sem umfram er

Sé innheimtan fyrir aðila búsettan erlendis skal kröfuhafi greiða 10% af innheimtri fjárhæð auk þóknunar samkvæmt gr. 3.1.

Þegar stofnun kröfu hefur í för með sér aukna vinnu eða kostnað vegna eðlis kröfunnar, s.s. um lögveðsköfur þegar kanna þarf þinglýstan eiganda og hvort eign sé á uppboði, eða annað þess háttar, er tekið sérstakt viðbótargjald fyrir þá vinnu. Gjaldið fer eftir umfangi þessarar viðbótarvinnu.

3.2. Heimilt er að veita 15% afslátt af þóknun samkvæmt gr. 3.1 ef skuld er greidd innan 10 daga frá dagsetningu innheimtubréfs.

3.3. Kröfuhafi ber, gagnvart lögmanni, ábyrgð á greiðslu þóknunnar og öllum útlögðum kostnaði ásamt vöxtum.

3.4. Þóknun er kr. 12.500,- fyrir ritun greiðsluáskorunar, beiðnar um aðför, nauðungarsölu og vörslusviptingu, kröfulýsingar, kröfu um gjaldþrotaskipti og afturköllun.

Þóknun er kr. 19.500,- fyrir ritun stefnu.

Þóknun fyrir frestun aðfarar eða nauðungarsölu er kr. 3.500.-

3.5. Reikna skal innheimtuþóknun af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta.

3.6. Skuldari getur óskað eftir því að gera greiðslusamning þannig að kröfur verði stofnaðar í banka um hver mánaðarmót. Vegna hverrar kröfu sem stofnuð er í banka í samræmi við greiðslusamning greiðir skuldari allt að kr. 500.- í þjónustu- og umsýslugjald.

4. KAFLI – MÓT

4.1. Þóknun fyrir mót í máli sem tekið er fyrir hjá héraðsdómi, Landsrétti, Hæstarétti, Sýslumanni eða öðru stjórnvaldi er kr. 12.500,-

Þóknun fyrir mót við lokasölu er tvöföld framangreind fjárhæð.

Fari meiri tími til verksins, með ferðum, en 30 mínútur, skulu fyrrgreindar fjárhæðir reiknast fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur.

4.2. Þrátt fyrir ákvæði í gr. 4.1 er lögmanni heimilt fyrir fyrsta mót í hverju máli hjá sýslumanni að taka, auk málflutnings- eða innheimtuþóknunnar, sérstaka þóknun miðað við kröfufjárhæð:

Af kröfum allt að fjárhæð kr. 675.000,- kr. 30.000,-

Af kröfum að fjárhæð kr. 675.000,- til 1.350.000,- kr. 35.000,-

Af kröfum að fjárhæð yfir kr. 1.350.000,- kr. 40.000,-

Þóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta.

4.3. Fyrir mót í málum, þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár, má, við ákvörðun þóknunnar, taka tillit til mikilvægis málsins, umfangs þess og þess tíma sem málið tekur.

5. KAFLI – TJÓNABÆTUR

5.1. Fyrir uppgjör og samninga um tjónsbætur skal þóknun vera samkvæmt ákvæðum 18. kafla að viðbættu 25% álagi ef gagnaöflun er samfara.

5.2. Hagsmunatengd þóknun fyrir samninga um tjónabætur og uppgjör er hin sama og lýst er í 2. kafla. Þóknun er reiknuð af samanlagðri heildarfjárhæð ef tjónabætur eru sóttar til fleiri en eins aðila. Heimilt er lögmanni að leggja 25% álag við þóknun skv. þessari grein ef gagnaöflun er umfangsmikil.

Fyrir uppgjör bóta úr slysatryggingum og öðrum sambærilegum tryggingum skal þóknun vera 10% af innheimtum bótum.

Fyrir ritun beiðnar um mat á örorku skal greiða kr. 40.000,-

Ekki er greidd þóknun ef engar bætur fást greiddar.

5.3. Þóknun fyrir innheimtu tjónabóta, þegar reka þarf málið fyrir dómstólum, er samkvæmt 3. kafla.

6. KAFLI – ERFÐASKRÁR

6.1. Þóknun fyrir gerð erfðaskrár er kr. 45.000,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

7. KALI – HJÓNASKILNARÐARMÁL OG SAMBÚÐARSLIT

7.1. Þóknun fyrir gerð skiptasamnings, þegar samningsaðilar, hjón eða sambúðarfólk, eru sammála um efni og gerð samningsins, er kr. 75.000,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

Ef ágreiningur er um búskipti er þóknun samkvæmt 11.2 gr.

8. KAFLI – BARNARÉTTUR, FORSJÁR- OG UMGENGNISRÉTTARMÁL, BARNAVERNDARMÁL

8.1. Þóknun fyrir þjónustu vegna forsjár- og umgengnisréttar,- barnaverndar-, faðernis-, véfengingarmála og annara þeirra mála sem falla undir barnarétt er kr. 78.500,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

9. KAFLI – KAUPMÁLAR

9.1. Þóknun fyrir gerð kaupmála er kr. 45.000,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

10. KAFLI – SAMBÚÐARSAMNINGAR

10.1. Þóknun fyrir gerð sambúðarsamninga kr. 45.000,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

11. KAFLI – BÚSKIPTI, GREIÐSLUSTÖÐVUN, NAUÐASAMNINGAR

11.1. Þóknun fyrir skiptastjórn, aðstoð við greiðslustöðvun eða umsjón með nauðasamningum er samkvæmt tímagjaldi í 18. kafla.

Í búum, þar sem um verulegar eignir er að ræða, er heimilt að reikna 25% álag á tímagjald vegna vinnu við fyrstu aðgerðir.

Þóknun fyrir málflutning eða innheimtu, sem tengist skiptastjórn, er samkvæmt köflum 2 og 3.

11.2. Þóknun fyrir einkaskipti dánarbúa, skiptastjórn samkvæmt erfðaskrá, gæslu hagsmuna við búskipti í dánarbúum og við opinber skipti, félagsslit og fjárslit milli hjóna og sambúðarfólks er reiknuð af heildarfjárhæð netto arfs- eða búshluta þess eða þeirra sem unnið er fyrir og með eftirgreindum hætti:

Grunngjald er kr. 87.500,-

Að auki af fyrstu kr. 720.000,- 8%

Af næstu kr. 2.160.000,-

6% og af því sem umfram er 3%

Komi til málaferla fer um málflutningsþóknun samkvæmt 2. kafla

12. KAFLI – LEIGUSAMNINGAR

12.1. Þóknun fyrir gerð leigusamninga er kr. 45.000 auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla. Kemur Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar ehf. á leigusamningi skal þóknunin vera sem nemur eins mánaðar leigu.

13. KAFLI – STOFNUN FÉLAGA

13.1. Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félags er kr. 75.000,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

14. KAFLI – ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF

14.1. Þóknun fyrir gerð skuldabréfa og tryggingabréfa er kr. 45.000.- að viðbættu tímagjaldi samkvæmt

18. kafla.

14.2. Þóknun fyrir veðleyfi, veðbandslausn, skuldbreytingar, umboð og ýmsar umsóknir er kr. 33.000,- að viðbættu tímagjaldi samkvæmt 18. kafla.

14.3. Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er grunngjald kr. 16.500,- að viðbættu tímagjaldi samkvæmt 18. kafla fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

15. KAFLI – KAUP OG SALA

15.1. Þóknun fyrir kaup eða sölu fasteigna og lausafjár skal almennt ákvörðuð með tilliti til þeirra hagsmuna sem um er fjallað samkvæmt neðangreindu. Ákvæði þessi gilda einnig um kaup og sölu atvinnufyrirtækja.

1) Sala fasteigna og skipa 2% en 1,5% í einkasölu, þó að lágmarki kr. 200.000.-

2) Aðstoð við kaup fasteigna og skráðra skipa 1% af söluverði að lágmarki þó kr. 50.000.-

3) Fyrir að annast skjalagerð og frágang við sölu á fasteign eða skráðu skipi 1 % af söluverði að lágmarki þó kr. 50.000.

4) Fyrir að athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna, skipa, lausafjár eða annarra eigna, sem annar aðili hefur gert, greiðist þóknun samkvæmt tímagjaldi auk 0,5% af samningsfjárhæð.

5) Kaup og sala lausafjár 3-5 % af söluverði en að lágmarki 50.000,-. Sala atvinnurekstrar 3-5 % af söluverði.

6) Kaup á atvinnurekstri 1% af kaupverði. Söluþóknun innifelur m.a. gerð kauptilboðs, kaupsamnings og afsals.

15.2. Skoðun og verðmat:

Þóknun fyrir skriflegt verðmat er unnið skv. tímagjaldi skv. 18. kafla, auk aksturskostnaðar skv. 17. kafla, en er að lágmarki:

kr. 29.500,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 0-200 fermetrar.

kr. 34.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 200-500 fermetrar.

kr. 44.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði 500-1000 fermetrar.

kr. 65.000,- fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði stærra en 1000 fermetrar.

kr. 29.500,- fyrir byggingalóðir.

kr. 29.500,- fyrir frístunda- og sumarhús ásamt lóðum eða landi.

kr. 70.000,- fyrir frístundajarðir með mannvirkjum og hlunnindum og landspildur.

kr. 100.000,- fyrir bújarðir með kvóta, mannvirkjum og hlunnindum.

15.3. Makaskipti:

Við makaskipti er þóknun samkv. því er fram kemur í gr. 15.1 A lið. Hafi önnur hvor eignin hvergi verið til sölu skal þóknun vera 1,5% af söluverði þeirrar eignar.

Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala skal sá fasteignasali einn taka söluþóknun vegna þeirrar eignar samkvæmt söluumboði, enda áriti hann og ábyrgist eigin kaupsamning.

Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við eignaskipti þegar hvorug eignin er á söluskrá og kaup hafa átt sér stað utan fasteignasölunnar er 1% af söluandvirði fasteignar og skráðs skips, en 5% af söluverði lausafjár en þó aldrei lægri en kr. 250.000,-

15.4. Umsýslugjald:

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 50.000,- fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

Auglýsingar:

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

Innifalið í söluþóknun skv. grein 15.1. eru auglýsingar og kynning á interneti.

Myndataka:

Kostnað við myndatöku fasteignar skal viðskiptamaður greiða kr. 30.000.-

16. KAFLI – EIGNAUMSÝSLA OG SAMNINGAR UM SKULDASKIL

16.1. Þóknun fyrir eignaumsýslu og gerð samninga um skuldaskil er kr. 95.000,- auk tímagjalds samkvæmt 18. kafla.

17. KAFLI – AKSTURSKOSTNAÐUR OG DAGPENINGAR

17.1. Heimilt er að reikna kostnað við akstur og ferðir með hliðsjón af reglum Fjármálaráðuneytisins um aksturskostnað og dagpeninga.

18. KAFLI – TÍMAGJALD

18.1. Tímagjald er kr. 33.000,-. Miðað er við klukkustundar vinnu samkvæmt tímaskráningu þess sem verkið vinnur. 1/4 úr klukkustund gjaldfærist fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur.

Fyrir hvert símtal og/eða tölvupóst skulu að jafnaði skráðar 15 mínútur, nema það taki lengri tíma.

Í tímagjaldinu er innifalinn ýmis nauðsynlegur skrifstofukostnaður svo sem ljósritun, útprentun, vélritun og póstburðargjöld.

19. KAFLI – ÝMIS ÁKVÆÐI

19.1. Heimilt er að taka hærri þóknun en lýst er í gjaldskránni ef verkefni krefst vinnu utan reglulegs vinnutíma, vinna fer fram í öðru landi, á erlendu tungumáli eða hraða þarf afgreiðslu sérstaklega. Einnig ef verulegir hagsmunir tengjast vinnunni.

19.2. Tímagjald og aðrar fjárhæðir í gjaldskránni breytast í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.

19.3. Heimilt er að krefjast þess að viðskiptavinur greiði fyrirfram upp í þóknun og útlagðan kostnað, þegar til hans er stofnað og greiðslur upp í þóknun, eftir því sem verki miðar.

19.4. Viðskiptavinur greiðir allan útlagðan kostnað, þar með talinn kostnað við akstur og ferðalög þ.m.t. dagpeninga. Ýmis kostnaður sem fellur til á skrifstofunni og erfitt er að sérgreina svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld er að öllu jafnaði innifalinn í þóknun samkvæmt gjaldskrá þessari. Heimilt að leggja á útlagðan kostnað lögmannsstofunar 10% álag.

19.5. Heimilt er að gjaldfæra óvenjmikla notkun síma, bréfsíma, ljósritunarvélar eða annara skrifstofutækja í þágu viðskiptamanns. Sama á við um póstburðargjöld og annað slíkt.

Heimilt er að gjaldfæra kr. 300,- fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu, þetta gjald fylgir gjaldskrá sýslumannsembætta vegna ljósritunar og breytist í samræmi við breytingar þar. Sama gjald er heimilt að gjaldfæra vegna afritunar og afhendingar gagna með rafrænum hætti fyrir hverja blaðsíðu.

19.6. Heimilt er að gjaldfæra vegna uppflettinga hjá áskriftaleiðum lögmannsstofunar (t.d. hjá FMR, Creditinfo o.fl. skv. gjaldská með breytandi breytanda) með allt að 100% álagningu, eða því sem hér segir:

Hjá FMR: 

Uppfletting í FMR kr. 650,-

Fsteignayfirlit eignar kr. 650,-

Veðbandayfirlit kr. 2.000,-

Skönnuð skjöl kr. 1.000,-

Hjá Creditinfo:

Áreiðanleikakönnun hjá Cretidinfo, kr. 5.800,-

Eign í félögum, kr. 2.100,-

Endanlegir eigendur, kr. 4.780,-

Endanleg eign í félögum, kr. 4.780,-

Hlutafélagaskrá, gildandi skráning, kr. 990,-

Skönnuð skjöl (samþykktir, stofnskjöl o.fl.), kr. 3.800,-

VOG Vanskilaskrá, kr. 1.500,-

Uppfletting fasteigna, kr. 650,-

Fasteignayfirlit, kr. 650,-

Veðbandayfirlit, kr. 2.000,-

Þinglýst skjal, kr. 1.000,-

Kennitöluleit án eignasögu, kr. 2.700,-

Kennitöluleit með eignasögu, kr. 4.800,-

Almenn leit í ökutækja- og vinnuvélaskrá, kr. 650,-

Kennitöluleit í ökutækjaskrá, kr. 1.800,-

Kennitöluleit í vinnuvélaskrá, kt. 1.700,-

19.7. Gjalddagi reikninga er við útgáfu og reiknast dráttarvextir frá eindaga sé ekki greitt á gjalddaga.

19.8. Er áskilinn réttur til þess að endurskoða gjaldskrá þessa, reglulega, með hliðsjón af almennri verðlagsþróun.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2024.

f.h. Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar

Ólafur Björnsson lögmaður