Jörðin höfði, bláskógarbyggð , 806 Selfoss
Tilboð
Einbýli
8 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1951
Brunabótamat
88.370.000
Fasteignamat
52.933.000

Um er að ræða jörðina Höfða Lnr. 167122, Fnr. 2204779 62,5ha land og Höfða lóð 1 Lnr. 212063, Fnr. 2204782, 3,5ha ásamt öllu sem henni fylgir og fylgja ber að engu undanskyldu. Sameiginleg stærð jarðarinnar er því 66ha og er hún staðsett í Bláskógabyggð skammt frá Laugarási. Búið er að skipta lóð undan húsum úr landinu og því eru tvö mismunandi land- og fasteignanúmer á eignunum en þær seljast báðar saman.

Höfði skiptist í ræktað og óræktað land, skv. fasteignamati er það 26,1ha en í raun er ræktað land um 6ha. Jörðinni fylgir einnig 1/4 veiðiréttindi fyrir landi jarðarinnar, sbr. samning um skiptingu Höfða í Bláskógabyggð dags. 9. febrúar 2007, þinglýst 25. maí 2007. Mikið og fagurt útsýni er frá jörðinni og nýtur jörðinn þeirra einstöku eiginleika að vera nokkuð úr alfaraleið þrátt fyrir að vera miðsvæðis í sveitinni og því fremur stutt í alla þjónustu t.d. er um 14km í verslun og sundlaug og ca 40km á Selfoss. Hluti af jörðinni er mjög álitlegt byggingarland t.d. fyrir ferðaþjónustu. Efsti hluti jarðarinnar er allblaut mýri, sæmilegt beitiland, en fremur lélegt aðgengi að því. Sjón er sögu ríkari.

Á jörðinni er aðgangur að heitu og köldu vatni. Borað hefur verið fyrir heitu vatni og er borhola HÖ-05 ,nr. 91595 á Höfða lóð 1, sem sér jörðinni fyrir heitu vatni en hún er í sameign með Höfða II. Hlutafélag er um borholuna og nýta bæði Höfði og Höfði II heita vatnið eins og er. Það er um það bil 1 sekúndulíter sem kemur úr holunni og hitinn á vatninu á bilinu 43°-46°.
Heita vatnið í gólfhita íbúðarhúss kemur úr borholunni en enn sem komið er heita neysluvatnið hitað upp kalt vatn. Kalda vatnið er tekið úr uppsprettu sem er ca 150m frá bænum. Möguleiki er á að tengjast kaldavatnsveitu sveitarfélagsins sem liggur í gegnum land Höfða út í Langasundi. Á jörðinni er 3 fasa rafmagn og ljósleiðari.

Höfði lóð 1 er 3.5ha íbúðarhúsalóð. Á henni stendur 158,8m2 einbýlishús á tveim hæðum. Neðri hæðin er 131,1m2  Á efri hæðinni eru 27,7m2 íbúðarherbergi í risi undir súð. 
Á neðri hæð eru 5 herbergi: Stofa,  eldhús , baðherbergi, kalt búr. Einnig er þvottahús þar sem er að finna kalda- og heitavatnstanka og inntaksgrind fyrir hitaveituna.  Á efri hæð eru 3 afþiljuð herbergi. Eru þau öll, ásamt restinni af efri hæðinni, undir súð.(Þar er einnig að finna  geymsluloft sem er óeinangrað en nokkuð stórt.

Húsið er gamalt og þarfnast verulegrar endurnýjunar, sérstaklega er loftið illa farið, en neðri hæðin var nýlega löguð töluvert. Var þá meðal annars lagður hiti í gólf, málað og sett ný gólfefni á öll gólf  nema þvottahús. Eldhúsinnréttingin var sett upp 2009.

Á jörðinni eru útihús sem ekki hefur verið haldið við að neinu ráði og þarfnast endurnýjunar. Fjósið er mjög illa farið en hefur verið nýtt undanfarin ár fyrir naut og kindur. Áfast fjósinu er mjólkurhús og hlaða.
Á jörðinni er einnig bárujárnsklædd skemma með steinsteyptu gólfi. Jafnframt er lítill bárujárnsklæddur kofi á eigninni sem hefur verið nýttur sem hænsnakofi.

Allar byggingar á jörðinni þarfnast algjörar endurnýjunar og óvíst hvort það borgi sig. Byggingarréttur er þó til staðar fyrir þau hús sem kunna að verða rifin. Þrátt fyrir að húsakostir séu ekki frábærir býr jörðin yfir gríðarlega miklum möguleikum vegna meðal annars möguleika til uppbyggingar ferðaþjónustu og glæsilegrar ósnortinnar nátturu sem umlykur staðinn.

Skoðunarskylda kaupanda og upplýsingaskylda seljanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. 

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 50.000 auk vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

Allar nánari upplýsingar hjá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar s. 416-2220 – Eyravegi 15, 800 Selfoss, [email protected] - [email protected]

Nánari upplýsingar veita Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209  eða Kristófer Ari Te Maiharoa, lögfræðingur og nemi til löggildingar fasteignasala [email protected] s: 416-2223, gsm: 695 6134

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.